Íslendingurinn fljúgandi

Helgi Bjarnason

Íslendingurinn fljúgandi

Kaupa Í körfu

Íslendingurinn fljúgandi lýkur heimsóknum sínum í grunnskólana. "Ég er óperusöngvari. Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið um óperu eða óperusöngvara?" spurði Ólafur Kjartan Sigurðsson baritónsöngvari í upphafi dagskrár sinnar og Tómasar Guðna Eggertssonar píanóleikara með yngri bekkjum Njarðvíkurskóla í gærmorgun. "Feitur karl" var það fyrsta sem einum úr hópnum datt í hug en svörin sem komu í framhaldinu voru hin fjölbreytilegustu. Ólafur Kjartan og Tómas Guðni hafa að undanförnu verið á ferð milli grunnskólanna á Suðurlandi, í Vestmanneyjum og á Suðurnesjum með dagskrá sem heitir Íslendingurinn fljúgandi en hún er afrakstur samstarfs Íslensku óperunnar og Tónlistar fyrir alla. Myndatexti: Ólafur Kjartan Sigurðsson söngvari hélt óskiptri athygli barnanna úr yngri bekkjum Njarðvíkurskóla og notaði til þess ýmis brögð af óperusviðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar