Norræn handverkssýning

Þorkell Þorkelsson

Norræn handverkssýning

Kaupa Í körfu

NÚ stendur yfir vestnorræn handverkssýning í Laugardalshöll. Þetta er einn stærsti liðurinn í vestnorrænu samstarfi ársins 2002 en að því koma Ísland, Færeyjar og Grænland. Sýningin hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudag kl. 18. Munir á handverkssýningunni koma frá öllum þremur löndunum en góð tengsl hafa myndast milli handverksfólks í þessum þremur löndum á undanförnum árum. Með sýningunni er ætlunin að útvíkka hin vestnorrænu tengsl á handverkssviðinu en auk sýnenda frá löndunum þremur koma þátttakendur frá hinum Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum og Kanada. Alls verða því sýndir munir handverksfólks frá tólf þjóðlöndum, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Kanada. Alls sýna um 140 manns, þar af 65 frá Íslandi. Myndatexti: Grænlenski hnífurinn er hlutur sýningarinnar. Höfundurinn er Gedion Qeqe frá Ammasalik og er hnífurinn gerður úr náhvalstönn og leðri á þessu ári. "Frábært handverk og falleg hönnun," var umsögn álitsgjafanna sem völdu úr tilnefndum hlutum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar