Reynir Sveinsson og Sveinn Kári Valdimarsson

Helgi Bjarnason

Reynir Sveinsson og Sveinn Kári Valdimarsson

Kaupa Í körfu

Fræðasetrið í Sandgerði hefur fengið fiskinn stóru sænál lifandi og er hann geymdur í fiskabúri í húsnæði setursins. Er talið trúlegt að þetta sé eini fiskurinn af þessari tegund sem til er lifandi í safni hér á landi. Skipverjar á Hólmsteini GK komu með fiskinn til Sveins Kára Valdimarssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði. Fann hann fljótt út að þetta væri stóra sænál. Skipverjarnir tóku eftir fiskinum þegar þeir voru að draga netin um sjö mílur austur af Garðskaga, en hann hafði vafið sig um einhvern hluta veiðarfæranna. Þeir settu hann í fötu og fóru í Fræðasetrið. MYNDATEXTI: Reynir Sveinsson í Fræðasetrinu og Sveinn Kári Valdimarsson í Náttúrustofu Reykjaness halda á íláti með stóru sænál.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar