Stóra barnaplatan

Jim Smart

Stóra barnaplatan

Kaupa Í körfu

Systkinin Rakel Rún og Haraldur Einar Reynisbörn ganga í Borgaskóla í Grafarvogi, þar sem Rakel er í 2. bekk en Haraldur í 5. bekk. Þau fengu Stóru barnaplötuna 3 um daginn og eru búin að hlusta heilmikið á hana, en sum lögin þekktu þau, en fannst líka gaman að læra ný lög. "Þetta er mjög góð plata og gaman að hlusta á hana," segja þau bæði. "Mér fannst Tóti tannálfur skemmtilegastur," segir Rakel, "og stundum þegar ég kem heim úr skólanum hleyp ég inn í stofu að hlusta á hann og líka Benedikt búálf." Myndatexti: Rakel Rún og Haraldur með vinkonu sína Guðrúnu Svövu á milli sín.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar