Verslunin Boltamaðurinn máluð
Kaupa Í körfu
ÍBÚAR á suðvesturhorni landsins hafa lítið getað kvartað undan veðrinu undanfarna daga, nema auðvitað þeir sem leggja stund á vetraríþróttir. Úrkoma hefur verið tiltölulega lítil og hitastigið óvenjuhátt. Í gær sýndu hitamælar Veðurstofunnar í Reykjavík 7°C og voru mælarnir þó ekki bilaðir. Arnar Hilmarsson greip tækifærið, hóf pensil á loft og málaði verslunina Boltamanninn við Laugaveg. Arnar taldi alveg kjörið að nota góða veðrið til að mála, það væri hlýrra nú en oft á vorin þegar málarar hefja útistörfin. Gögn Veðurstofunnar styðja þessa fullyrðingu. Á árunum 1961-1990 var meðalhiti í apríl 2,9°C og í maí 6,3°C. enginn myndatexti ( Málað úti við í Nóvemberblíðunni. Arnar Hilmarsson málar verslunina Boltamanninn. Hann sagði að það væri alveg kjörið að nota góða veðrið og mála, það væri heitara nú en oft á vorin þegar málarar hefja útivinnuna. )
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir