Rauði Krossinn - Hjálparsími

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rauði Krossinn - Hjálparsími

Kaupa Í körfu

1717, hjálparsíma Rauða krossins, hleypt af stokkunum 1717 er símanúmer hjálparsíma Rauða krossins sem tók til starfa í gær og er ætlaður öllum sem þurfa aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Síminn er opinn allan sólarhringinn og er í neyðartilvikum hægt að beina símtölum beint inn til geðdeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss, þar sem hægt er að ræða við geðlækni eða geðhjúkrunarfræðing. Síminn er aðalstyrktaraðili hjálparsímans en auk hans hafa Íslandssími og Tal ákveðið að gefa eftir gjald vegna símtala í 1717 og er það fólki því að kostnaðarlausu að hringja í símanúmerið MYNDATEXTI: Hægt er að hringja í hjálparlínuna 1717 allan sólarhringinn, allt árið um kring. Þar svarar sérþjálfað starfsfólk og ef þess gerist þörf er hægt að fá samband við fagaðila. Hér má sjá frá hægri Halldóru Ólafsdóttur, yfirlækni bráða- og göngudeildar geðsviðs LSH, Sigrúnu Árnadóttur, frkvstj. RKÍ, Sigurð Guðmundsson landlækni, Þórhall Ólafsson hjá Neyðarlínu og Heiðrúnu Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar