Guðspekifélagið fær bókagjöf

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Guðspekifélagið fær bókagjöf

Kaupa Í körfu

Fjölskylda Einars Pálssonar, fræðimanns og skólastjóra Mímis, sem lést fyrir nokkrum árum hefur afhent Guðspekifélaginu handrita- og bókasafn hans til varðveislu. Í safninu eru um sjö hundruð titlar af fræðiritum á þeim sviðum heimspeki og trúarbragða, sem Einar fjallaði um í 11 ritum sínum sem komu út á þremur áratugum undir nafninu Rætur íslenskrar menningar. Bókagjöfinni fylgir fjárhæð sem varið skal til þess að búa um safnið til framtíðar, og ennfremur upplag af ritum Einars, sem félagið fær til ráðstöfunar. Gjöfin var afhent í húsi Guðspekifélagsins þann 11. þ.m. á afmælisdegi Einars Pálssonar að viðstöddum þeim Birgitte Pálsson, ekkju Einars, Páli og Þorsteini Einarssonum. Myndatexti: Páll Einarsson afhendir Gísla Jónssyni, forseta félagsins, gjöfina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar