Nýr sæstrengur milli Íslands, Færeyja og Skotlands

Þorkell Þorkelsson

Nýr sæstrengur milli Íslands, Færeyja og Skotlands

Kaupa Í körfu

Gert er ráð fyrir að nýr sæstrengur milli Íslands, Færeyja og Skotlands verði tekinn í notkun í lok næsta árs, en undirbúningur hefur staðið yfir í tvö ár og er talið að kostnaður verði um 4,5 milljarðar króna. Þetta kom fram á Grand hótel í Reykjavík í gær þegar skrifað var undir samning um lagningu sæstrengsins. Stofnað hefur verið félagið Farice hf. vegna verkefnisins en Landssími Íslands og Förøya Tele hafa unnið að undirbúningnum, þ.e. unnið að botnrannsóknum, útboði á lagningu sæstrengsins, undirbúið landtengingar og svo framvegis. Myndatexti: Jón Birgir Jónsson, stjórnarformaður Farice, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Mauro Saccetto, forstjóri ítalska fyrirtækisins Pirelli, og Enrico Banfi, sölustjóri fyrirtækisins, eftir undirskrift samningsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar