Kristinn Geirsson

Kristinn Geirsson

Kaupa Í körfu

ÞEGAR Kristinn Þór Geirsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Íslenska sjónvarpsfélagsins fyrir tæpum þrettán mánuðum var útlitið ekki gott. Daglegur rekstur félagsins var tæpur og lítið mátti fara úrskeiðis til að í óefni færi. Á þessu rúma ári hefur hann hins vegar heldur betur tekið til hendinni. Kostnaður hefur lækkað mikið og skuldir sömuleiðis. 600 milljóna króna skuld hefur verið breytt í hlutafé og samkvæmt áætlunum lækkar fjármagnskostnaður mikið á næsta ári. Kristinn segir þó að lokahnykkurinn sé eftir. Ætlunin er að afla 40 milljóna króna til að laga stöðu gagnvart lánardrottnum, annaðhvort sem hlutafé eða langtímaláni. Að því loknu verður greiðslustaðan viðunandi. enginn myndatexti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar