FSA og LHS samningar

Kristján Kristjánsson

FSA og LHS samningar

Kaupa Í körfu

Víðtækt samstarf milli FSA og LHS Miðað að því að styrkja uppbyggingu sjúkrahúsanna FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri, FSA og Landspítali - háskólasjúkrahús hafa gert með sér samstarfssamning sem miðast að því að styrkja uppbyggingu beggja sjúkrahúsanna í heilbrigðisþjónustu, kennslu og rannsóknum. Í gildi eru samstarfssamningar um nokkra þætti, m.a. þjónustu krabbameinslæknis, þjónustu heila- og taugaskurðlæknis, þjónustu háls-, nef- og eyrnalæknis, ráðgjöf vegna sýklarannsókna, þjónustu meinafræðings, þjálfun hjúkrunarfræðinga á sérdeildum og þjálfun nema í ljósmóðurfræði. MYNDATEXTI: Skrifað undir víðtækan samstarfssamning milli Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Landspítala - háskólasjúkrahúss. F.v.: Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri LSH, Magnús Pétursson, forstjóri LSH, Halldór Jónsson, forstjóri FSA, og Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri FSA. (ath.kom bara mynd af Jóhannesi og Magnúsi) (Skrifað undir víðtækan samstarfssamning milli Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Landspítala - háskólasjúkrahúss. F.v. Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri LSH, Magnús Pétursson forstjóri LSH, Halldór Jónsson forstjóri FSA og Þorvaldur Ingvarsson lækningaforstjóri FSA.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar