Leiklistarnámskeið fyrir börn

Kristján Kristjánsson

Leiklistarnámskeið fyrir börn

Kaupa Í körfu

Leikfélag Akureyrar stóð fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn á öllum aldri Mikil spenna ríkti í Samkomuhúsinu á Akureyri um síðustu helgi, þar sem boðið var upp á fjölbreytta leiksýningu fyrir fullu húsi. Að sýningunni stóðu um 60 börn á aldrinum 3ja-14 ára, sem þátt tóku í átta vikna leiklistarnámskeiði á vegum Leikfélags Akureyrar nú í haust. Börnin sýndu afrakstur vinnu sinnar og var þeim vel fagnað af foreldrum, ættingjum og vinum, sem fylltu salinn. Það gekk mikið á fyrir sýningu, enda þurfti að taka lokaæfinguna og mála mörg börn í framan vegna hlutverka þeirra. MYNDATEXTI: Ánamaðkarnir höfðu mikinn áhuga á að gæða sér á flugunum og bíða hér færis. ( Flugurnar fylgjast með veiðimanningum týna upp ánamaðka í dolluna sína..)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar