Tónleikar í Þykkvbæ

Anna Ólafsdóttir

Tónleikar í Þykkvbæ

Kaupa Í körfu

Nýlega voru haldnir tónleikar í samkomuhúsi Þykkvabæjar en flytjendur voru tónlistarfólk á aldrinum 15 til 16 ára. Edda Karlsdóttir, Helga Sæmundsdóttir og Katla Gísladóttir léku á píanó, Hafsteinn Már Heimisson á saxófón og Írena Sólveig Steindórsdóttir lék á þverflautu, allt einleiks- eða tvíleiksverk eftir ýmsa höfunda svo sem J.S. Bach, Händel, W.A. Mozart, E. Grieg og fleiri. Undirleikari var Hédi Maróti, kennari í Tónlistarskóla Rangæinga, en flestir flytjendanna á tónleikunum stunda nám þar. MYNDATEXTI: Flytjendur og aðstoðarfólk á tónleikum voru Hédi Maróti, Hafsteinn Már Heimisson, László Czenek, Katla Gísladóttir, Helga Sæmundsdóttir (sitjandi), Edda Karlsdóttir og Írena Sólveig Steindórsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar