Fólk frá Hjálparstofnun kirkjunnar ber vatn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fólk frá Hjálparstofnun kirkjunnar ber vatn

Kaupa Í körfu

Árleg jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar að hefjast Safnað verður fyrir vatnsbrunnum í Afríku JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í gær á því að stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins báru hver 20 lítra af vatni sex kílómetra leið sem leið lá frá Árbæjarsafni að Kringlu. Í Afríku og Asíu ganga konur sömu vegalengd á hverjum degi til að sækja um 20 lítra af vatni. "Það er spurning hvernig þessi píslarganga okkar endar en við ætlum allavega að reyna þetta," sagði Jónas Þ. Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins, áður en lagt var í hann. "Eitt er víst að við verðum ekki þyrst á leiðinni því við getum drukkið af okkar eigin góða Gvendarbrunnavatni." MYNDATEXTI: Forráðamenn Hjálparstarfsins leggja af stað með vatnið frá Dillonshúsi. Frá vinstri: Einar Karl Haraldsson, Anna M.Þ. Ólafsdóttir og Jónas Þ. Þórisson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar