Jólakort
Kaupa Í körfu
BORÐSTOFUBORÐIÐ á heimili Sólveigar K. Pétursdóttur og Smára Smárasonar er þakið pappa, jólapappír, ljósrituðum nótnablöðum, skærum, lími og pennum. Húsráðendur eru í óða önn að búa til jólakort ásamt gestum sínum, Svanfríði Jónasdóttur og Þóru Rósu Geirsdóttur. Í eldhúsinu bjástra hjónin Matthías Ásgeirsson og Sólveig Sigurðardóttir við konfektgerð, ásamt Jóhanni Antonssyni, manni Svanfríðar. Þau Matthías, Sólveig Pétursdóttir, Þóra Rósa og Svanfríður voru í eina tíð samkennarar á Dalvík. "Við kennararnir vorum auðvitað alltaf að búa til eitthvert jólaskraut með börnunum og svo fórum við að gera jólakortin okkar sjálf," segja þau. Aðspurð hvort þetta sé mikil kúnst svara þau einum rómi að þetta sé sko ekki öllum gefið, en taka þá yfirlýsingu ekki sérlega hátíðlega sjálf. Myndatexti: Í fjárhúsinu í Betlehem. Þarna er kort Svanfríðar komið í endanlega mynd, búið að grenna Maríu, setja á hana handlegg og Jósep í kufli krýpur við jötuna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir