Helga Soffía Konráðsdóttir og börn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Helga Soffía Konráðsdóttir og börn

Kaupa Í körfu

SÉRA Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju, segist hefja jólaundirbúninginn í október ár hvert af bráðri nauðsyn. "Þetta á sér allt sínar eðlilegu skýringar," útskýrir hún. "Ég þarf nefnilega í októbermánuði að fara að undirbúa jóla- og aðventustarfið í kirkjunni, skrifa jólaræðurnar, velja sálmana og gefa gaum að hugvekjunum, sem mér er ætlað að flytja í fyrirtækjum, stofnunum og hjá félagasamtökum úti í bæ. Til að ég geti leyst þetta vel af hendi þarf ég helst að komast sjálf í jólaskap því maður hristir svona lagað ekkert fram úr erminni ef hugurinn er ekki við viðfangsefnið Myndatexti: Til þess að komast í jólaskap kveikir Helga Soffía, sem hér sést ásamt börnum sínum Ísak Toma og Önnu Maríu Toma, á kertum og setur uppáhalds jólalögin á fóninn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar