Kínverskur veitingastaður

Helgi Bjarnason

Kínverskur veitingastaður

Kaupa Í körfu

Kínverskur veitingastaður opnaður í glerskálanum "ÞETTA byrjaði ekki vel, var til dæmis tómt í hádeginu tvo daga í röð. En síðan hefur þetta aukist smám saman og undanfarna daga hefur verið mikið að gera," segir Jens Beining Jia sem hefur, ásamt Sóleyju Guðbjörnsdóttur, konu sinni, opnað kínverskan veitingastað í Keflavík. Staðurinn heitir Jia, Jia og er á Hótel Keflavík, í glerskálanum sem áður hýsti Kaffi Iðnó. Er þetta sá sögufrægi glerskáli sem fyrst var reistur við Iðnó við Tjörnina í Reykjavík en síðar rifinn niður og settur upp á núverandi stað. MYNDATEXTI: Jens Beining Jia og Sóley Guðbjörnsdóttir reka kínverska veitingastaðinn Jia, Jia.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar