Stemningar í miðborginni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stemningar í miðborginni

Kaupa Í körfu

Í skóla fyrir jólin NÚ ber kennsluhald í skólum skýr merki þess að jólin eru í nánd. Jólaseríur og alls kyns skreytingar hanga uppi og bera sköpurum sínum, nemendunum, fagurt vitni. Jólunum fylgja líka próf og þá er betra að hafa einbeitinguna í lagi í upprifjunartímunum svo allir fari nú sáttir í jólafríið. Vera kann að þessi nemandi í Miðbæjarskólanum hafi verið að nema fróðleik af vörum kennara síns þegar ljósmyndari átti leið um miðbæinn í gær. Eða kannski að rabba við skólafélagana í frímínútum sem fáir höfðu hug á nota til útivistar, eins og veðrið var nú leiðinlegt. EKKI ANNAR TEXTI. (Á skólabekk í Miðbæjarskólanum)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar