Borgarstjórn - Fjárhagsáætlun 2003

Borgarstjórn - Fjárhagsáætlun 2003

Kaupa Í körfu

A-hluta fjárhagsáætlunar borgarinnar vísað til síðari umræðu Oddviti Sjálfstæðisflokks sagði fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2003, sem lögð var fram til fyrri umræðu í borgarstjórn í gær, vera byggða á veikum grunni. Óvissa væri um marga stóra fjármálalega þætti hennar og um lögmæti þess hvernig hún væri lögð fram. Borgarstjóri sagði borgarsjóð standa vel miðað við önnur sveitarfélög. MYNDATEXTI: Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðismanna, sagði fjárhagsáætlunina byggða á veikum grunni, óvissa væri um marga stóra fjármálalega þætti hennar sem og um lögmæti þess hvernig áætlunin væri lögð fram. Gagnrýndi hann sömuleiðis að tilraunum til að sporna við þenslunni væri beint að gömlu fólki, börnum á leikskólaaldri og foreldrum þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar