Eldri borgar - Fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 2003

Eldri borgar - Fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 2003

Kaupa Í körfu

Eldri borgarar fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsi Reykjavíkur á fimmtudag þegar fyrri umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2003 fór fram. Til stendur að leggja niður félagsstarf í fimm af fjórtán félagsmiðstöðvum eldri borgara í Reykjavík. Minnihlutinn í borgarstjórn, Sjálfstæðisflokkur og F-listi, hvatti á fundinum R-listann til að falla frá þessum fyrirætlunum sínum og sagði að þegar væri byrjað að segja starfsfólki upp en niðurstaða um málið liggur ekki fyrir úr borgarstjórn. MYNDATEXTI: Eldri borgarar fylgdust með fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar