Jólatré frá Hamborg á gamla hafnarbakkanum

Jólatré frá Hamborg á gamla hafnarbakkanum

Kaupa Í körfu

Rúmlega fjörutíu jólatré eru sett upp á vegum Reykjavíkurborgar í tilefni hátíðarinnar framundan. Alls setur Orkuveita Reykjavíkur tæplega 76 þúsund ljósaperur í jólaskreytingar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið nú fyrir jólin og er áætluð orkunotkun vegna þeirra um 315,8 kílówött. Allir Reykvíkingar þekkja Oslóartréð, sem ár hvert er sett upp á Austurvelli auk þess sem tré frá Hamborg prýðir gamla hafnarbakkann. MYNDATEXTI: Ekki dugir minna en 6.300 ljósaperur til að lýsa upp jólatré á vegum borgarinnar um þessi jól.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar