Vín

Jim Smart

Vín

Kaupa Í körfu

Annað gífurlega spennandi vínræktarsvæði þessa stundina er Sikiley. Morgante-fjölskyldan náði ótrúlegum árangri er vín hennar Don Antonio fékk hæstu einkunn, þrjá bikara, í Gambero Rossi, biblíu ítalskra vínáhugamanna, þegar fyrsti árgangur vínsins (1998) leit dagsins ljós. Litli bróðir þess er nú kominn í reynslusölu og er framleiddur úr sömu þrúgu, hinni sikileysku Nero d'Avola. Ilmurinn er dökkur, sulta úr plómum og krækiberjum, kryddað og feitt í munni með dökku súkkulaði og kaffi. Ofurfeitt og mjúkt. Morgante Nero d'Avola 2000 er vín sem sýnir vel hversu spennandi víngerðarsvæði Sikiley er að verða. Kostar 1.390 krónur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar