Vín
Kaupa Í körfu
Marques de Caceres Reserva 1994 er rautt Rioja-vín frá einum virtasta framleiðanda þess héraðs. Bestu framleiðendur Rioja eru með þeim fáu í heiminum sem taka ómakið af okkur neytendum og geyma vínin þar til þau eru tilbúin. Reserva-vínin eru yfirleitt geymd tvö ár á tunnu og sex til sjö ár á flösku hjá Caceres og eru því orðin þroskuð og tilbúin til neyslu er þau koma á markað. Aldurinn gerir að verkum að vínið er orðið fínlegt og milt og ávöxturinn hefur vikið fyrir þroskaðri tónum. Þarna má finna krydd á borð við kanilstöng og angan af rauðu kjöti og rökum jarðvegi. Þetta er mikið vín og glæsilegt og hefur gott af því að opna sig. Það má ekki kæfa það með of bragðmiklum mat, þá glatast smáatriðin sem gera það svo flott, en með blóðugri nautasteik nýtur það sín vel. Vínið kostar 2.100 krónur
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir