Eikarbátnum bjargað

Júlíus Sigurjónsson, julius@mbl.is

Eikarbátnum bjargað

Kaupa Í körfu

Gamli eikarbáturinn sem sökk í Fossvogi 7. október sl. náðist á flot á laugardag. Kópavogshöfn samþykkti björgunartilboð frá Sjóverki ehf. og hófust kafararnir Árni Kópsson og Kjartan Hauksson handa við björgun bátsins ásamt aðstoðarmönnum sínum snemma á laugardagsmorgun. Báturinn er 36 tonn að stærð, smíðaður í Danmörku árið 1945. Engar skemmdir urðu á bátnum þrátt fyrir tveggja mánaða sjóbað á sex metra dýpi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar