Pars Pro Toto - Dansleikhús

Halldór Kolbeins

Pars Pro Toto - Dansleikhús

Kaupa Í körfu

Með stórt hjarta ELEGIA er yfirskrift danssýningar sem Pars Pro Toto efnir til á morgun og laugardag í samstarfi við Borgarleikhús, Rússíbana og slagverkshópinn Bendu. Þar verða sýnd fjögur verk, sólóverkin Jói og Hræringar eftir Láru Stefnánsdóttur og Til Láru eftir Per Jonsson, en lokaverk sýningarinnar er Cyrano - tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar í lifandi flutningi Rússíbana og dansgerð Láru Stefánsdóttur./"Á sýningunni verða þrjú sólóverk sem hlotið hafa nokkra viðurkenningu og hafa verið sýnd víða erlendis. Okkur langaði til þess að gefa íslenskum áhorfendum kost á að sjá þessi verk, ekki síst sólóverkið Jói sem Jóhann Freyr Björgvinsson dansar, en það hlaut m.a. 1. verðlaun á alþjóðlegri danskeppni í Suttgart síðastliðið vor, og Jóhann hlaut 2. verðlaun dansara. Pars Pro Toto stóð fyrir áþekkri sýningu á sama árstíma í fyrra, og þótti tilvalið að halda uppteknum hætti," segir Lára. MYNDATEXTI: Úr verðlaunadansverkinu "Jói" eftir Láru Stefánsdóttur. (Pars Pro Toto dansleikhús Lára Stefánsdóttir)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar