Keflavíkurflugvöllur - Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Sverrir Vilhelmsson

Keflavíkurflugvöllur - Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Kaupa Í körfu

Nýtt öryggis- og sprengjuleitarkerfi vegna farangurs tekið í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ALLUR innritaður farangur sem fer um Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður gegnumlýstur með nýju fullkomnu öryggis- og sprengjuleitarkerfi frá og með 1. janúar næstkomandi. Búnaðurinn sem kostar um 210 milljónir króna var kynntur á fréttamannafundi í flugstöðinni í gær ásamt svonefndri gegnumlýsingarbifreið sem flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur nýlega fest kaup á. Við það tækifæri undirritaði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra endurskoðaða neyðaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. MYNDATEXTI: Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri fylgjast með þegar farangur fer í gegnum skoðunarbúnað í hinni nýju Mercedes-Benz-gegnumlýsingarbifreið flugmálastjórnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar