Skaftárhlaup

Jónas Erlendsson

Skaftárhlaup

Kaupa Í körfu

Hlaup er hafið í Skaftá úr svonefndum eystri katli í Vatnajökli, en hlaup kom í ána úr vestari katlinum fyrr í sumar. Gert er ráð fyrir að hlaupið nái hámarki í byggð seinnipartinn í dag, en vatnamælingamenn urðu að hverfa frá jökulröndinni í gær vegna brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu sem komið var upp fyrir hættumörk. Myndatexti: Gert er ráð fyrir að Skaftárhlaupið fari vel yfir eitt þúsund rúmmetra á sekúndu þegar það nær hámarki nú í morgunsárið uppi við jökulröndina en í byggð seinnipartinn í dag eða undir kvöldið. Á myndinni virðir Ragnhildur Jónsdóttir fyrir sér vaxandi flóðið í ánni við brúna að Skaftárdal en myndin var tekin síðdegis í gær. ( Myndir teknar við brúna heim að Skaftárdal af Skaftárhlaupi kl.15.35 í dag og Ragnhildur Jónsdóttir er á myndunum. Kveðja Jónas Erlendsson )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar