Lífsleikni í grunnskólanum í Stykkishólmi

Gunnlaugur Árnason

Lífsleikni í grunnskólanum í Stykkishólmi

Kaupa Í körfu

Í 1. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi eru 14 nemendur. Eitt af fyrstu verkefnunum í haust var námsgreinin Lífsleikni. Þar er tekið fyrir að við erum ekki ein í heiminum og þurfum því að taka tillit til annarra og þykja vænt um þá. MYNDATEXTI: Það leyndi sér ekki ánægjusvipur hjá nemendum 1. bekkjar grunnskólans í Stykkishólmi er þau færðu Rauða krossinum poka með fötum sem eiga að fara til fátækra barna í útlöndum. Með þeim á myndinni eru frænkurnar Kristborg Haraldsdóttir umsjónarkennari og Þórhildur Magnúsdóttir hjá Rauða krossinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar