Björn, Baldur og Árdís

Jim Smart

Björn, Baldur og Árdís

Kaupa Í körfu

"Það er greinilega aldrei of seint að byrja að læra. Það var fólk þarna inni sem er örugglega orðið sjötugt!" segir Baldur Björnsson með þunga þar sem hann er nýkominn út úr prófi í stærðfræði 102 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Það er kannski ekki furða að honum finnist próftakendur í eldri kantinum - sjálfur er hann ekki nema 11 ára en í vetur stundaði hann fjarnám í tveimur stærðfræðiáföngum við skólann. Að öðru leyti er hann ósköp venjulegur nemandi í 6. bekk Landakotsskóla. Fyrra prófið, í stærðfræði 202, var daginn áður og kennari Baldurs upplýsir að allt bendi til að honum hafi gengið mjög vel. Líklega verði hann meðal þeirra allra efstu á prófinu. Eftir að foreldrar Baldurs, Árdís Þórðardóttir og Björn Bjarnason, hafa óskað honum til hamingju með að vera búinn í prófunum setjast þau þrjú niður með blaðamanni svolitla stund. Fyrsta spurningin sem brennur á þeim síðasttalda er hvernig Baldur hafi leiðst út í alla þessa stærðfræði. MYNDATEXTI: Ánægð með að prófum er lokið. Baldur ásamt foreldrum sínum Birni Bjarnasyni og Árdísi Þórðardóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar