Sigurður Guðmundsson með nýtt listaverk við Barnaspítalann

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigurður Guðmundsson með nýtt listaverk við Barnaspítalann

Kaupa Í körfu

Listaverk eftir Sigurð Guðmundsson afhjúpað við Barnaspítala Hringsins LISTAVERK eftir Sigurð Guðmundsson var afhjúpað á lóð Barnaspítala Hringsins í gær. Efnt var til samkeppni um listaverk á lóðinni árið 2000 og varð hugmynd Sigurðar hlutskörpust í henni. Stórt tré úr bronsi og hlutfallslega enn stærri stóll úr graníti standa á nýrnalaga grunni úr rauðamöl í garði Barnaspítalans og sést verkið úr þremur álmum hússins er snúa að garðinum. Reyndar er þetta ekki eina verkið sem Sigurður gerði fyrir spítalann. Á stóra gangglugga á þremur hæðum byggingarinnar hefur hann sett ævintýri, eða brot úr ævintýrunum um Stóra-Kláus og Litla-Kláus, Nýju fötin keisarans og fleiri. MYNDATEXTI: Einn af þremur hlutum verks Sigurðar. Ævintýrin greypt í glugga Barnaspítalans. (Barnaspítali Hringsins)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar