Kynntu sér starf hjálparstofnana á aðventunni

Guðrún Vala Elísdóttir

Kynntu sér starf hjálparstofnana á aðventunni

Kaupa Í körfu

NEMENDUR á miðstigi í Grunnskóla Borgarness unnu þemaverkefni um hjálparstarf nú á aðventunni. Þemavinnan hófst með heimsókn í Borgarneskirkju þar sem sóknarpresturinn séra Þorbjörn Hlynur Árnason fræddi nemendur um liti kirkjuársins, klæðnað prestanna, heiti og tákn kerta aðventukransins, tilgang aðventunnar o.fl. Eftir heimsóknina var nemendum sem alls eru 112, skipt í sex hópa, sem fræddust og fjölluðu um hjálparstarf. MYNDATEXTI: Þessar stelpur kynntu sér starf SOS-barnaþorpa og heita, frá vinstri, Bergþóra Þórsdóttir, Salome Konráðsdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir. mynd kom ekki (Kynntu sér starf hjálparstofnana á aðventunni)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar