Jólasveinn í kvennasundi

Sigurður Jónsson

Jólasveinn í kvennasundi

Kaupa Í körfu

SUNDFIMI á vaxandi vinsældum að fagna á Selfossi. Mikil aðsókn er að þeirri starfsemi sem Elísabet Kristjánsdóttir íþróttakennari stendur fyrir í Sundhöll Selfoss og þjálfar konurnar ásamt Sigrúnu Hreiðarsdóttur. Á aðventuæfingu á miðvikudagskvöld fengu konurnar jólasveininn í heimsókn og fékk hann það hlutverk að draga í happdrætti. Mikið líf var í tuskunum og sveinki greinilega ánægður með að fá þetta tækifæri að afhenda vinningana. Konurnar fögnuðu sveinka og fyrr en varði var hann kominn út í laugina þótt greinilega væri það ekki ætlan hans. Það var því ekki um annað að ræða fyrir hann en velta sér upp á bakkann og hella úr stígvélunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar