Sigrún María Óskarsdóttir og fjölskylda

Skapti Hallgrímsson

Sigrún María Óskarsdóttir og fjölskylda

Kaupa Í körfu

Fjölskylda sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Danmörku flutt í hentugra húsnæði "Ég bjó til alveg ótrúlega flotta gjöf handa mömmu og pabba," sagði Sigrún María Óskarsdóttir, 8 ára stúlka á Akureyri, en hún slasaðist alvarlega í umferðarslysi þegar hún var með foreldrum sínum og systkinum í sumarleyfi í Danmörku í byrjun júlí á liðnum sumri. Sigrún María var í lífshættu um tíma eftir slysið, sem varð 5. júlí síðastliðinn skammt sunnan við bæinn Herning. Hjúkrunarfræðingur sem leið átt hjá kom henni til bjargar, en hún var þá í hjarta- og öndunarstoppi. MYNDATEXTI: Sigrún María Óskarsdóttir á Akureyri, lengst til hægri ásamt fjölskyldu sinni í nýju húsnæði við Reynilund. Fyrir aftan Sigrúnu er móðir hennar, Lovísa Jónsdóttir, þá Kjartan Atli, Dagný Þóra og Óskar Þór Halldórsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar