Jólatrjábrenna sem verður í Fossvogi á gamlárskveldi.

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jólatrjábrenna sem verður í Fossvogi á gamlárskveldi.

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ ríkti hálfgerð gullgrafarastemning meðal þeirra sem ætluðu að selja jólatré fyrir jólin þar sem skortur var á trjám í fyrra," sagði Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Blómavals, en um 500-600 tré voru óseld í versluninni þegar jólin gengu í garð. Má áætla að útsöluverð þeirra hefði orðið um 1,5 milljónir króna. Örlög þessara trjáa voru því ekki að skrýðast jólaljósum og skrauti á heimilum landsmanna heldur að verða að ösku á einni af fjölmörgum áramótabrennum borgarbúa. "Það er keppst um að fá trén á brennurnar því þetta er auðvitað góður efniviður í brennu," sagði Kristinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar