Íþróttamenn Akureyrar

Skapti Hallgrímsson

Íþróttamenn Akureyrar

Kaupa Í körfu

Dagný Linda Kristjánsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður Akureyrar 2002. Niðurstaðan var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttabandalags Akureyrar, þar sem m.a. allir Íslandsmeistarar bæjarins á árinu eru heiðraðir, en að þessu sinni urðu alls 239 Akureyringar Íslandsmeistarar í 83 íþróttagreinum. Fimm efstu í kjörinu eru í réttri röð á myndinni, frá vinstri: Dagný Linda varð Íslandsmeistari bæði í svigi og stórsvigi á síðasta vetri, og keppti á Ólympíuleikunum í Salt Lake City. Annar í kjörinu í gær varð Sigurpáll Geir Sveinsson, Golfklúbbi Akureyrar, en hann varð Íslandsmeistari í golfi. Þriðji var Einar Birgisson, Bílaklúbbi Akureyrar, sem varð Íslandsmeistari í kvartmílu, fjórða Sigrún Benediktsdóttir úr Sundfélaginu Óðni, sem m.a. varð í fjórða sæti á Norðurlandamóti, og fimmta Ásta Árnadóttir knattspyrnukona úr Þór, sem m.a. lék með landsliði 21 árs og yngri. Í hófinu í gær voru þrír íþróttafrömuðir heiðraðir sérstaklega fyrir óeigingjörn störf að enginn myndatexti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar