Afganistan

Þorkell Þorkelsson

Afganistan

Kaupa Í körfu

Rauði kross Íslands hefur nú umsjón með byggingu fimm skóla í Nahrin héraði í Afganistan. Verkinu stjórnar Ríkarður Már Pétursson en hann er einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands. Nahrin-hérað varð illa úti í miklum jarðskjálfta hinn 25. mars sl. Um 800 manns fórust í jarðskjálftanum og tíu þúsund misstu heimili sín. Í Nahrin eru um 90 þorp og talið er að þar búi um tíu þúsund fjölskyldur. Afganski Rauði hálfmáninn og Alþjóða Rauði krossinn brugðust strax við afleiðingum jarðskjálftans með neyðaraðstoð. Síðan var ákveðið að endurreisa fimm skóla á svæðinu og byggja þá þannig að þeir standist jarðskjálfta. Að höfðu samráði við menntamálayfirvöld var ákveðið að reisa skólana í Almatuo, Gawi, Joi Kalan, Tolihaa og Abserni Baraqi. Tveir skólanna munu hafa átta kennslustofur hvor og hinir sex kennslustofur hver. Auk þess að byggja skólahúsin munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn búa skólana húsgögnum, vatnsbrunnum og hreinlætisaðstöðu Myndatexti: Skólahald hefur mikið breyst í Afganistan eftir að talíbanar misstu völdin. Nú geta stúlkur aftur gengið í skóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar