Ísland - Slóvenía 37:29

Sverrir Vilhelmsson

Ísland - Slóvenía 37:29

Kaupa Í körfu

LOGI Geirsson lék sinn fyrsta landsleik í handknattleik - gegn Slóveníu í Kaplakrika. Það var við hæfi að hann léki fyrsta leikinn í Hafnarfirði, þar sem hann ólst upp eins og faðir hans, Geir Hallsteinsson, sem lék 118 landsleiki fyrir Íslands og skoraði 531 mörk í þeim. Nú þegar Logi lék sinn fyrsta landsleik eru liðin 37 ár síðan Geir lék sinn fyrsta landsleik - gegn heimsmeisturum Rúmeníu í Laugardalshöll 1966. Geir skoraði þá tvö mörk í leiknum, sem Rúmenar unnu 16:15. Myndatexti: Logi Geirsson lék sinn fyrsta landsleik í Kaplakrika og skoraði mark. Það eru 37 ár síðan pabbi hans, Geir Hallsteinsson, lék sinn fyrsta landsleik. Ísland sigraði Slóveníu, 37:29, í fyrsta vináttulandsleik þjóðanna í handknattleik karla af þremur sem fram fór í Kaplakrika í dag. Staðan í hálfleik var 16:16.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar