Á ráðstefnu NAMMCO

Jim Smart

Á ráðstefnu NAMMCO

Kaupa Í körfu

"VIÐ búum yfir þekkingu sem byggð er á vísindarannsóknum og er notuð við stjórn veiða en hins vegar hefur líka safnast upp mjög viðamikil þekking hjá veiðimönnunum sjálfum úti um allan heim," segir dr. Grete K. Hovelsrud-Broda, framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Þriggja daga fundur ráðsins stendur nú yfir á Hótel Sögu um hagnýtingu veiðireynslu og vísindalegrar þekkingar við stjórn veiða. Á ráðstefnunni, sem lýkur á morgun, sitja hval- og selveiðimenn, vísindamenn og embættismenn frá öllum fjórum aðildarríkjum NAMMCO, þ.e. Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi, en auk þess frá Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ástralíu. Myndatexti: Þátttakendur á ráðstefnu NAMMCO eru frá 11 löndum að Íslandi meðtöldu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar