Stokksnes

Sigurður Mar Halldórsson

Stokksnes

Kaupa Í körfu

Frá því að Ratsjárstofnun hóf rekstur nýrrar ratsjárstöðvar á Stokksnesi fyrir áratug hafa mannvirki í eigu Bandaríkjahers staðið auð og ónotuð á nesinu. Margir hafa horn í síðu þessara mannvirkja og vilja þau á burt. Ástæðan er einkum mengunarhætta, en skaðleg byggingarefni eins og asbest voru notuð í byggingarnar. Vilji er fyrir því hjá íslenskum og bandarískum stjórnvöldum að láta fjarlægja öll önnur mannvirki á Stokksnesi en þau sem tilheyra núverandi ratsjárstöð Ratsjárstofnunar. Þar vegur þyngst skaðabótaskylda vegna hugsanlegrar mengunar sem upp gæti komið. Myndatexti: Aukinn áhugi á verndun mannvirkjanna á Hörn í Hornafirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar