Litla-Hraun

Þorkell Þorkelsson

Litla-Hraun

Kaupa Í körfu

Fangelsið Litla-Hraun blasir við þegar ekið er framhjá Eyrarbakka. Elsta byggingin var upphaflega reist sem sjúkrahús en var tekin í notkun sem fangelsi árið 1929. Byggingin er í landi Háeyrar en undir fangelsið voru lagðar jarðirnar Stóra- og Litla-Hraun. Árið 1972 var byggð tveggja hæða viðbygging austan við gamla húsið og 1980 var tekin í notkun álma sem byggð var vestan við elstu bygginguna. 24. október 1995 var svo vígð nýjasta viðbyggingin, húsið með turninum. Í öllum þessum byggingum á Litla-Hrauni er pláss fyrir 87 fanga. Elsta húsið teiknaði Guðjón Samúelsson, viðbyggingarnar voru hannaðar hjá Húsameistara

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar