Hákon Aðalsteinsson les úr kveri sínu

Hafþór Hreiðarsson

Hákon Aðalsteinsson les úr kveri sínu

Kaupa Í körfu

Menningin blómstrar sem aldrei fyrr á aðventunni og það gerði hún svo sannarlega á verkstæði Bílaleigu Húsavíkur á dögunum er fyrirtækið bauð til menningarstundar sem vel var sótt. Kunnu bæjarbúar og nærsveitarmenn vel að meta þessa nýbreytni í menningarlífinu enda ekki á hverjum degi sem slíkar uppákomur eru á vinnustöðum bæjarins. MYNDATEXTI: Skógarbóndinn Hákon lét sig ekki muna um að keyra 600 km leið svo hann gæti lesið upp úr kveri sínu fyrir Húsvíkinga og nærsveitarmenn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar