Stórgjöf til Ingjaldshólskirkju

Hrefna Magnúsdóttir

Stórgjöf til Ingjaldshólskirkju

Kaupa Í körfu

VIÐ aftansöng á aðfangadag jóla þakkaði sóknarpresturinn séra Lilja Kr. Þorsteinsdóttir fyrir gjafir sem kirkjunni á Ingjaldshóli höfðu borist frá velunnurum sínum. Sérstaklega þakkaði hún fyrir stórpeningagjöf frá Gísla Ketilssyni á Hellissandi en Gísli færði kirkjunni eina milljón og þrjú hundruð þúsund krónur. Gjöfin er minningargjöf um systkini og fósturbróður Gísla og foreldra hans, hjónin á Stakkabergi, Kristínu Þorvarðardóttur og Ketil Björnsson. MYNDATEXTI: Á Ingjaldshóli. F.v. Árni Jón, Þorbjörg, Gísli, séra Lilja, Hulda og Jensína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar