Sigurvegari í LOTR leik mbl.is

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigurvegari í LOTR leik mbl.is

Kaupa Í körfu

DAGANA 6.-18. desember stóð yfir netleikur á mbl.is fyrir áskrifendur Morgunblaðsins í tengslum við frumsýningu ævintýramyndarinnar Tveggja turna tal, sem er annar hluti Hringadróttinssögu. . Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, sem sent hafði inn rétt svör, var svo heppin að vera dregin út og hljóta þar með 1. verðlaun í leiknum, sem voru Sony DVD-heimabíókerfi frá Sony-setrinu, árskort í Laugarásbíó, glæsilegur bókapakki frá Fjölva sem inniheldur meðal annars Hringadróttinssögu í heild sinni og Hobbitann, 4 diska sérútgáfa af Föruneyti hringsins á mynddiski frá Myndformi, The Two Towers-leikur fyrir Playstation 2, Hringadróttinsspilið auk margs konar varnings sem tengist myndinni. Heiðrún Ósk átti ekki heimangengt til að veita verðlaununum viðtöku, en Karl Smári Guðmundsson hljóp í skarðið. Með honum á myndinni eru Aron Víglundsson hjá Myndformi, Jón Gunnar Geirdal hjá Skífunni, sem jafnframt er markaðs- og kynningarstjóri Hringadróttinssögu á Íslandi, og Jón Agnar Ólason á markaðsdeild Morgunblaðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar