Ólöf María Jónsdóttir

Morgunblaðið/RAX

Ólöf María Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili, tók í gær á móti viðurkenningu sem kylfingur ársins en undanfarin ár hefur GSÍ í samvinnu við Sjóvá-Almennar staðið að útnefningunni. Ólöf fékk gullhúðaðan pútter í viðurkenningarskyni en hún átti sérlega góðu gengi að fagna á síðastliðnu ári. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik og náði þeim frábæra árangri að tryggja sér þátttöku í Future-mótaröðinni í Bandaríkjunum þar sem hún er búsett og er hún fyrsta íslenska konan sem reynir fyrir sér sem atvinnumaður sem keppandi. Myndatexti: Ólöf María Jónsdóttir með hinn gullhúðaða pútter sem hún fékk. með Ólöfu á myndinni er Guðmundur J. Jónsson, fulltrúi forstjóra Sjóvár-Almennar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar