Laxasmölun

Laxasmölun

Kaupa Í körfu

EITT af haustverkunum í laxabúskap veiðiréttarhafa í Eystri-Rangá er að undirbúa næstu sumur með því að sækja hrygnur og hænga í ána og um leið efni í næsta klak. "Ætli við séum ekki komnir með ríflega hundrað hrygnur," sagði Einar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri veiðiréttarhafa árinnar. Þeir sem lögðu Einari lið á fallegum haustdegi nú fyrir stuttu sögðu laxasmölunina, eins og þeir nefndu ádráttinn, hina hressilegustu og óðu galvaskir upp undir hendur út í ána. Myndatexti: Hrygnusmalarnir setja afrakstur úr ádrættinum í tankinn. Frá vinstri stangaveiðimennirnir Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson, Einar Lúðvíksson framkvæmdastjóri og Jóhannes, veiðivörður í Eystri Rangá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar