Dagbók ljósmyndara - Fuji - Japan

Einar Falur Ingólfsson

Dagbók ljósmyndara - Fuji - Japan

Kaupa Í körfu

Tókýó, Japan, 13. janúar. Líklega hefur ekkert fjall veitt listamönnum viðlíka innblástur og þjóðarfjall Japana, Fuji. Um aldir hafa skáldin velt því fyrir sér, eins og lesendur hæka eftir skáld á borð við Basho, Buson og Issa þekkja, og myndlistarmenn hafa dregið upp mynd þess. Fólk fer pílagrímsferðir að Fuji og fyrir nokkrum árum hitti ég hér á flugvellinum æði vonsvikinn Bandaríkjamann sem eyddi tveimur vikum á hóteli við rætur fjallsins en sá það aldrei. Þessi fjalladrottning er feimin og hjúpar sig oft skýjum dögum saman. En í morgun, þegar sólin reis upp á himinninn og flugstjórinn tilkynnti í kallkerfi flugvélarinnar að skammt væri til lendingar í Tókýó, þá stakk fjallið tignarlegum tindinum upp úr skýjunum og heilsaði ferðalöngunum. Að hætti förumunka fyrri alda varð þá þessi hæka til: Fjall í skýjunum/ - Fuji móment - / 17 mínútur til Tókýó... EKKI ANNAR TEXTI

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar