Blaköldungar á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Blaköldungar á Húsavík

Kaupa Í körfu

Blakíþróttin hefur átt góðu gengi að fagna í gegnum tíðina í Þingeyjarsýslum. Þar fara fremstir í flokki í dag blaköldungar, þ.e.a.s. þeir sem stunda öldungablak, en til að öðlast rétt til að æfa og keppa í því þarf viðkomandi að hafa náð 30 ára aldri. Yfir vetrartímann fara fram hraðmót hinna ýmsu félaga víðsvegar um landið, á vorin lýkur keppnistímabilinu síðan með hinu landsfræga Íslandsmóti öldunga sem að þessu sinni fer fram í Neskaupstað. Myndatexti: Það var hart barist á blakmótinu á Húsavík, hér sjást Völsungur B og Eikin berjast í úrslitahrinu þar sem Eikin hafði sigur, 11-10.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar