Franskir ferðalangar

Alfons Finnsson

Franskir ferðalangar

Kaupa Í körfu

Það skortir ekki litbrigðin í íslenska náttúru og ekki er annað hægt en að heillast af litadýrðinni sem veröldin á það til að sýna okkur. Myndin er tekin í hlíðum Snæfellsjökuls, þar sem franskir ferðamenn voru á ferðalagi á dögunum. Það er kyrrt og eyðilegt um að litast en jafnframt er það hluti af aðdráttaraflinu. Að undanförnu hefur veðrið leikið við íbúa Snæfellsbæjar og hefur straumur ferðamanna legið í bæinn. Margir þeirra bregða sér í göngu upp í hlíðar jökulsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar