Kvískerjabræður og fl.

Rax /Ragnar Axelsson

Kvískerjabræður og fl.

Kaupa Í körfu

Kvískerjasjóður var stofnaður í Öræfum í gær. Sjóðurinn er stofnaður til heiðurs Kvískerjabræðrum, þeim Flosa, sem nú er látinn, Hálfdáni, Helga og Sigurði Björnssonum, fyrir framlag þeirra til rannsókna og öflunar þekkingar á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúru- og menningarminjum í sýslunni. Stofnfé sjóðsins er 25 milljónir króna og verður fyrst veitt úr honum árið 2004. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri undirrituðu skipulagsskrá sjóðsins við hátíðlega athöfn í Hótel Skaftafelli í Freysnesi að viðstöddum Kvískerjabræðrum, forystumönnum sveitarfélagsins, sveitungum og fleirum. Gefið var frí í skólum sveitarinnar frá hádegi í gær í tilefni dagsins. Myndatexti: Eftir undirritun skipulagsskrár sjóðsins var farið að Kvískerjum. F.v.: Sigurlaug Gissurardóttir, formaður sjóðsstjórnar, Helgi Björnsson, Sigurður Björnsson, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Hálfdán Björnsson og Albert Eymundsson bæjarstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar