Sala Búnaðarbankans

Sala Búnaðarbankans

Kaupa Í körfu

Þýskur banki kaupir 16,3% hlut og félögin sem standa að S-hópnum kaupa 29,5%. Kaupverðið er 11,9 milljarðar. Í gær var undirritaður kaupsamningur um kaup S-hópsins svokallaða auk þýsks fjárfestingarbanka á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Kaupverðið er um 11,9 milljarðar króna en núvirt meðalgengi hlutabréfa í bankanum í viðskiptunum er 4,81. MYNDATEXTI: Gert grein fyrir sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa og formælandi S-hópsins, og Peter Gatti, framkvæmdastjóri þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA. (Blaðamannafundur um kaup á Búnaðarbankanum í aðalbankanum)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar