Borgarstjórn - fólk mótmælir Kárahnjúkavirkun

Sverrir Vilhelmsson

Borgarstjórn - fólk mótmælir Kárahnjúkavirkun

Kaupa Í körfu

Ábyrgðir vegna lána Landsvirkjunar af Kárahnjúkavirkjun samþykktar í borgarstjórn undir háværum mótmælum af áhorfendapöllum Hart var deilt um Kárahnjúkavirkjun á fundi borgarstjórnar í gær þar sem samþykkt var að gangast í ábyrgðir fyrir lánum vegna hennar. Nína Björk Jónsdóttir var ein fjölmargra á áhorfendapöllum. MYNDATEXTI: Mótmælendur söfnuðust saman við tjörnina fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur þegar borgarstjórn tók ábyrgðarmálið fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerir hér grein fyrir atkvæði sínu. ( Hátt í eitt þúsund manns mótmæltu fyrirhuguðum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun í og við ráðhús Reykjavíkur í dag, skv. upplýsingum frá lögreglu. Mótmælaspjöld voru tekin af fólki sem fór inn í ráðhúsið. Mótmælendurnir höfðu flestir stein meðferðis sem þeir lögðu í vörðu við inngang ráðhússins. Tjarnarsalurinn er fullur af fólki sem og gangar hússins. Þá hafa áhorfendapallar fyllst af fólki sem fylgist með fundi borgarstjórnar. Fundurinn hófst klukkan tvö og verður á honum afgreidd beiðni Landsvirkjunar um að Reykjavíkurborg ábyrgist lán. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar